Nýtt! Nýtt!

Mask Academy býður nú uppá 8 og 12 vikna námskeið.
Einnig gefst nemendum kostur á að velja sér förðunar kitt.

8 vikur 390.000,-kr. með kitti 1.
8 vikur 430.000,-kr. með kitti 2.
12 vikur 550.000,-kr. með kitti 1.
12 vikur 590.000,- með kitti 2.
Burstasett innifalið með báðum kittum.
Airbrush 250.000,-kr 2 vikur, kitt innifalið og nemendur geta valið sér lit á compressu.

Námskeiðin

Morgunhópur er frá 09:00 – 13:00 og kvöld hópur frá 19:00-23:00. Kennsla fer fram frá mánudögum til fimmtudags.
HAUSTÖNN 2018 BYRJAR 3.SEPT NK.

Kennarar skólans eru allir með áralanga reynslu í förðun og hafa unnið við ljósmyndatökur,tískusýningar,kvikmyndir,leikhús,tónleika,óperur,auglýsingar og fleira.

Í skólanum verður farið yfir öll helstu undirstöðuatriði förðunar, t.a.m :

Náttúruleg förðun, dag og kvöldförðun, tísku og ljósmyndaförðun ,herra förðun ,sjónvarps og kvikmyndaförðun ,tímabilaförðun, dragförðun,  special effects, leikhúsförðun og airbrush förðun. Á Airbrush námskeiðinu verður farið mjög ítarlega í Airbrush tæknina og nemendum kennt hvernig á að Airbrusha –  augnskuggum  ,eyeliner , augabrúnum, kinnalit og farðanum á húðina sem er eini skólinn sem kennir það sem hér er listað fyrir ofan. Farið verður í allt frá nátturulegri förðun upp í listrænt útlit.  Einnig verður kennt hvernig fela á hin ýmsu lýti eins og ör, slit, valbrá og mar. Kennt verður hvernig á að fela tattoo og hanna airbrush tattoo með stenslum og kennsla í að útbúa sína eigin stensla (skapalón).

Einnig verður farið í gegnum hárumhirðu, notkun hártækja og hinar ýmsu greiðslur.  Farið verður yfir hvað fer hverju og einu andlitsfalli etc. Við fáum snyrtifræðing til að fara yfir umhirðu húðar .

Við fáum til okkar marga snillinga sem kenna special effects (SPFX) ,leikhúsförðun, kvikmyndaförðun (HD förðun) ,tískuförðun,  hárgreiðslu og margt fleira spennandi og skemmtilegt.  Nemendur fá tækifæri á að taka þátt í allskonar verkefnum á vegum skólans bæði á meðan á  náminu stendur  og eftir að náminu lýkur, en allir nemendur fara á skrá hjá okkur og eiga þar af leiðandi möguleika að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum sem Hairbrush og Mask  eru að kljást við hverju sinni og öðlast dýrmæta reynslu á vinnumarkaðnum.

Náminu lýkur svo með lokaverkefni (prófi), sem verður ljósmyndað og fá nemendur myndir af sínum prófverkefnum endurgjaldslaust en auka mynd kostar 1500,-kr.. Þar fá nemendur útrás fyrir sköpunarþörf sína og vinna heildarútlit á módelum sínum alveg frá grunni, þ.e.a.s förðun, hár,
fatnaður osfrv.

Prófdómarar dæma svo lokaverkefnið og þeir nemendur sem skila þremur hæstu einkunnum fá vegleg verðlaun frá Make Up For Ever, en Mask Academy kennir eingöngu uppúr þeim vörum.

Allir nemendur Mask Academy fá fallega hannaðar Diplómur eftir nám til staðfestingar, en þær eru á ensku svo nemendur geti nýtt sér þær erlendis. En þess má geta að Bergþóra Þórsdóttir skólastjóri og einn aðalkennarinn er með alþjóðleg kennararéttindi í faginu.

Einnig er farið í vettfangsferðir á hverri önn og er ferð í Borgarleikhúsið ein þeirra.