Þeir sem skrá sig í skólann fá staðfestingu í pósti um greiðslu staðfestingargjalds og pláss í skólanum.
Ekki er hægt að taka frá pláss án þess að staðfestingargjald hefur verið greitt.
Skráning í skólann er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Þeir sem skrá sig í skólann en vilja hætta við, verða senda skriflega tilkynningu á netfangið info@maskmakeup.is, 15 dögum fyrir fyrsta kennsludag.
Allir þeir sem gera samninga hvort sem það er með korti eða gíróseðill í banka eru óafturkræfir og eru því skuldbindandi fyrir þann aðila og eru ekki endurgreiddir/ógildir að hálfu skólans nema að tilkynning berist 15 dögum fyrir fyrsta kennsludag.
Kvittanir/reikningar fyrir skólagjöldum eru afhentir við fullnaðargreiðslu og er hægt að nýta þær kvittanir/reikninga hjá
viðeigandi stéttarfélagi fyrir endurgreiðslu fyrir námið.
Ath. misjafnt er hver upphæðin er, en það fer eftir hversu mikið fólk á inni hjá sínu stéttarfélagi.
Fyrirspurnir:
Hafir þú einhverjar spurningar varðandi skráningar í skólann eða greiðsluskilmála þá endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti
info@maskmakeup.is eða í síma 551-7770.
Mask Makeup & Airbrush Academy
Kt: 521015-0710
Vsk nr: 123630