Um skólann

Morgunhópur er frá 09:00 – 13:00 og kvöld hópur frá 19:00-23:00. Kennsla fer fram frá mánudögum til fimmtudags.

Kennarar skólans eru allir með áralanga reynslu í förðun & hári og hafa unnið við : Ljósmyndatökur, tískusýningar, kvikmyndir, leikhús, tónleika, óperur, auglýsingar og margt fleira.

Í skólanum verður farið yfir öll helstu undirstöðuatriði förðunar  >  t.a.m.

Náttúruleg förðun, dag og kvöldförðun, tísku og ljósmyndaförðun , “no make up make up”,herra förðun ,sjónvarps og kvikmyndaförðun ,tímabilaförðun, brúðarförðun, dragförðun, special effects(SFX), leikhúsförðun , props gerð(nýtt!) og airbrush förðun.

 Á Airbrush námskeiðinu verður farið mjög ítarlega í Airbrush tæknina og nemendum kennt hvernig á að Airbrusha –  augnskuggum  ,eyeliner , augabrúnum, kinnalit og farðanum á húðina sem er eini skólinn sem kennir það sem hér er listað fyrir ofan og er Bergþóra aðalkennari og skólastjóri skólans með kennararéttindi í Airbrush tækninni (HD Airbrush Artist – licenced educator).

Farið verður í allt frá nátturulegri förðun upp í listrænt útlit.  Einnig verður kennt hvernig fela á hin ýmsu lýti eins og ör, slit, valbrá og mar. Kennt verður hvernig á að fela tattoo og hanna airbrush tattoo með stenslum og kennsla í að útbúa sína eigin stensla (skapalón).

Einnig verður farið í gegnum hárumhirðu, hvað er gott að hafa í förðunartöskunni, notkun hártækja og hvernig á að meðhöndla,setja á hárkollur og undirbúa hár fyrir hárkollur.  Farið verður yfir hvað fer hverju og einu andlitsfalli fyrir sig, en Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari er kennari.

Við fáum til okkar hina ýmsu gestakennara til að kenna special effects (SPFX) ,leikhúsförðun, kvikmyndaförðun (HD förðun) ,tískuförðun, og margt fleira spennandi og skemmtilegt, en alllir eiga það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínum sviðum og með áralanga reynslu í bransanum.

Það skal einnig tekið fram að Mask Academy leggur mikla áherslu á að nemendur komi með módel í tíma og eru módeldagar frá þri-fim, nema annað sé tekið fram. Þetta er gert svo að nemendur öðlist meiri færni í að farða hin ýmsu andlitsföll & gerðir , en ekki bara sjálfan sig og samnemendur. Mask Academy er með sýnikennslu  “demo” fyrir hvern tíma og státar að 3D skjávarpa af flottustu gerð sem er mikið notaður við kennslu og aðstaðan í skólanum er á heimsmælikvarða. Einnig gefst nemendum kostur á að nota allar vörur á kennaraborði í tímum.

Tímarnir eru líflegir og skemmtilegir með tónlist etc. og allir fá sömu athygli, en Mask Academy tekur inn hámark 9 manns í hvorn hóp svo allir geti notið sín og fengið hnitmaðari kennslu í faginu.

Við hjá Mask Academy leggjum einnig mikla áherslu á það að einstaklingurinn fá að brjótast út úr sínum kassa og fái að njóta listræns frelsis og finna sína braut.

Nemendur fá tækifæri á að taka þátt í allskonar verkefnum á vegum skólans bæði á meðan á  náminu stendur og eftir að náminu lýkur (fer eftir umfangi verkefna hverju sinni), en allir nemendur fara á skrá hjá okkur og eiga þar af leiðandi möguleika að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum sem  Mask Academy  eru að kljást við hverju sinni og öðlast dýrmæta reynslu á vinnumarkaðnum og skapa tengslanet.

Náminu lýkur svo með lokaverkefni, en prófað er í Beauty og Fashion, ásamt því að heildarútlit og ástundun í skólann er tekið með í lokaeinkunn.

Allir nemendur skólans fá útprentaðar myndir fyrir bæði prófin í svörtum stílhreinum ramma framkvæmt af professional ljósmyndara.

Sérvaldir Prófdómarar dæma svo lokaverkefnið og þeir nemendur sem skila þremur hæstu einkunnum fá vegleg verðlaun frá Make Up For Ever Professional, en Mask Academy kennir eingöngu uppúr þeim vörum og fá nemendur 20% afslátt af öllum vörum á meðan náminu stendur og eiga þess kost að fá svokallað Pro kort að námi loknu sem gefur áframhaldandi 20% afslátt í búðinni og gildir í 3 ár.

Saga Make Up For Ever: https://www.makeupforever.com/int/en-int/brand/history/history

Allir nemendur Mask Academy fá fallega hannaðar Diplómur eftir nám til staðfestingar í fallegum svörtum ramma, en þær eru á ensku svo nemendur geti nýtt sér þær erlendis. En þess má geta að Bergþóra Þórsdóttir skólastjóri og einn aðalkennarinn í skólanum er  með alþjóðleg kennararéttindi í faginu.