listrænar vikur
4 VIKUR
listavikur | 64 klst | 01.11.2021 - 25.11.2021
morgunhópur: 09:00 - 13:00 | KVÖLDHÓPUR 18:00 - 22:00
INNIFALIÐ Í NÁMSKEIÐI:
Listavikurnar eru diploma nám og fá nemendur fallega diplómu í svörtum ramma staðfest af skólastjóra og listrænum stjórnendum skólans. Diploman er á ensku til að auðvelda nemendum sem hyggja á nám erlendis.
*Myndataka með professional ljósmyndara + aðstoð á setti.
*Ljósmynd í fallegum ramma, tekin af professional ljósmyndara.
*Allir nemendur á listavikum fara á verkefnalista Mask Academy sem gefur þeim tækifæri til að fara í hin ýmsu verkefni eftir útskrift.
*Öll efni/vörur innifalin, þe – nemendur hafa aðgang að kennaraborði skólans til – t.a.m í SFX förðun – álfaeyru, latex, lím, silikon ofl.. (nemendum er leyfilegt að koma með sín kitt einnig).
*Aðgangur að öllu propsi – hárkollur, hálsmen, höfuðföt, allir aukahlutir og margt fleira.
*20% afsláttur af öllum Make Up For Ever vörum á meðan skólanum stendur og einnig fá módel nemenda að nýta afslátt nemenda þann dag sem þau eru í skólanum.
Dragförðun: Farið er í grunn í dragförðun, fela augabrúnir, breyta andlitsfalli, contour, character creation og önnur leynitrix úr kokkabókum atvinnu dragrottninga.
Kennari: Hjálmar Forni – AKA Miss Gloria Hole
Trúðaförðun: Nemendur velja sér ákveðna tegund trúða og framkvæma förðun og heildarútlit sinn trúðs. Saga og uppruni trúðaförðunar & aðrar skemmtilegar staðreyndir um trúða.
Kennari: Bergþóra þórsdóttir
Nemendur velja sér uppáhalds leikhús karakter og framkvæma alla förðun og heildarútlit. Farið er í sögu leikhúsins og hvernig á að framkvæma og bera sig að í leikhúsförðun. Einnig hin ýmsu leynitrix og sögur úr leikhúsinu.
Kennari: Ásta Ólafsdóttir
Kennari: Bergþóra þórsdóttir
Nemendur velja sér sína fantasíu karakter og framkvæma förðun og heildarútlit sem við á. Útskýrður er munur á fantasíu og avant garde og farið í þekkt fantasíu útlit og aðferðir við framkvæmd þeirra.
Kennari: Bergþóra Þórsdóttir
Kenndur er grunnur í Halloween förðun, mismunandi karakterar og framkvæmd. Nemendur velja svo sína uppáhalds karakter/look og framkvæma förðun og heildarútlit.
Kennari: Bergþóra Þórsdóttir / Ásgeir Hjartarson (gestakennari)
Kennt verður hvernig á að setja gervieyru/latex á módel, uppbygging og uppmálun. Nemendur velja sér karakter og framkvæma sitt útlit á módeli.
Kennari: Bergþóra Þórsdóttir
Farið er í hina vinsælu og þjóðsagnakenndu mexíkósku andlitsförðun, en þessi aldargamli siður hófst upprunalega í suður mexíkó sem áttaviti fyrir anda látinna ástvina í eftirlífinu. Kennt verður grunnuppbygging þessarar förðunar og mismunandi merkingar stílbragða og útlits.
Kennari: Bergþóra Þórsdóttir
kenndur er grunnur í sfx förðun og farið er ítarlega í þau efni sem þarf að nota og blöndun þess. Uppmálun , notkun latex og sílikons, notkun blóðs og kennt á mismunandi tegundir blóðs, kennt verður hvernig á að gera ör, brunasár, brotið nef, bólur, vörtur, glóðaraugu, bólgur, sólbruni, hinir ýmsu skurðir og áverkar ofl. leynitrix frá fagaðilum í bransanum
Kennari: Gestakennari (auglýst síðar)
Kenndur er grunnur í Avant Garde förðun, e. frammúrstefnuleg förðun, nemendum er leiðbeint hvernig hægt er að láta ímyndunaraflið leika lausum hala og farið er lauslega í sögu, þekkta hönnuði og listamenn sem eru brautryðjendur þessarar stefnu. Einnig hvernig þessi tegund útlits skilgreinir sig frá öðrum tegundum listförðunar.
Kennari: Bergþóra Þórsdóttir / Ásgeir Hjartarson
Kenndur verður grunnur í hvernig á að búa til props/leikmuni úr hinum ýmsum efnum sem venjulega er hent eða ekki hugsuð til að búa til hina ýmsu leikmuni. Kennsla í nýtingu efna, notkun efna (lím ofl.) og ýmis leynitrix hvernig á að bera sig að við að búa til og skapa sér sinn karakter. Einnig aðrar ráðleggingar hvernig nálgast má hin ýmsu efni til uppbyggingar á mismunandi útliti og leikmunum ásamt notkun þeirra.
Kennari: Ásta ólafsdóttir
NIÐURGREIÐSLA
Nemendur geta haft samband við sitt stéttarfélag og fengið niðurgreiðslu á skólanum. Misjafnt eftir stéttarfélögum, en við hvetjum nemendur til að kynna sér þann möguleika.
GREIÐSLUDREIFING
Greiðsludreifing- Nemendum gefst kostur á að dreifa greiðslum á greiðslukort – Visa/Mastercard til allt að 36 mán. Einnig bjóðum við uppá greiðsludreifingar í samstarfi við pei & Netgíró.