listrænar vikur
4 VIKUR
Eitt af okkar markmiðum hjá Mask Academy er að kynna nemendum okkar fyrir öllum hliðum förðunarlistarinnar og breikka þannig hið listræna sjónarsvið hvers og eins. Sérstakir gestakennarar sem eru færastir á sínu sviði koma í skólann og miðla af sinni dýrmætu reynslu til nemenda Mask Academy hverju sinni. Listavikurnar eru ótrúlega fjölbreyttar og skemmtilegar.
Mask Academy státar af stóru safni af allskonar aukahlutum, propsi, fötum, hárkollum & skartgripum til afnota fyrir nemendur.
Á listavikunum er ávallt farin vettfangsferð í leikhúsið og er það misjafn hvort er farið í Borgarleikhúsið eða Þjóðleikhúsið. Það er ótrúleg upplifun að fara baksviðs í leikhúsin, kynnast starfseminni ofl., en við erum óendanlega þakklát leikhúsunum að geta boðið okkar nemendum uppá þessar ferðir.
Þú sérð uppbyggingu námsins og hvað er kennt í dálkinum neðst á síðunni.
Kennt er mánudaga til fimmtudaga.
Morgunhópur er frá 09:00-13:00
Kvöldhópur er frá 19:00-23:00
VERÐ
290,000,-
NÁMSKEIÐ BYRJAR
18.01.2021
LENGD
4 VIKUR
STAÐFESTINGARGJALD
50.000.-
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ
Listavikurnar eru ótrúlega fjölbreyttar og skemmtilegar og er kennsla í eftirfarandi:
- Dragförðun
- Trúðaförðun
- Leikhúsförðun
- Fantasíuförðun
- Halloweenförðun
- Álfar og eyru förðun
- Day of the dead förðun
- Special Effects förðun
- Avant garde (framúrstefnuleg förðun)
- Character Creation (persónusköpun)