MASK makeup & airbrush academy býður uppá persónulega og metnaðarfulla kennslu í almennri förðun sem og ítarlega kennslu í airbrush förðun. Einnig bjóðum við uppá allskyns  lengri og styttri námskeið bæði fyrir förðunarfræðinga og ófaglærða.

Kennarar

Bergþóra Þórsdóttir

Skólastjóri

Bergþóra Þórsdóttir. – Skólastjóri ,- Listförðunarfræðingur, Hd makeup arist, Airbrush artist og hárgreiðslumeistari.
Með 25 ára reynslu í faginu. Hefur gert óteljandi verkefni tengd Tísku ,listviðburðum, sjónvarpi ,kvikmyndum, fjölmiðlum, tónleikum, óperu og leikhúsi.
Eftir að hafa klárað hárgreiðslunám fór hún að læra förðun hjá Förðunarskóla Línu Rutar árið 1991 og útskrifaðist þaðan í ljósmynda, tísku, fantasíu og leikhúsförðun.
Bergþóra lærði airbrush förðun um árið 2000 í LA hjá Dinair institude og útkrifaðist frá þeim með airbrush kennararéttindi (license educador).
Hefur farið á ótal námskeið í Special Effects. Unnið í gervadeild Borgarleikhússins um árabil við að hanna og búa til gervi fyrir öll verk leikhússins - t.a.m - hárkollur ,skegg og latex vinnu. Einnig við hár og förðun í sminkdeild.
Bergþóra stofnaði fyrsta Airbrush skóla landsins árið 2003 og hefur boðið uppá airbrush námskeið fyrir förðunarfræðinga síðan þá og útskrifað fjöldann allann af airbrush fræðingum.
Bergþóra hefur unnið fyrir hin ýmsu tímarit, t.d - Vogue Italia (www.vogue.it). Förðunar og hárvinnu fyrir þættina - Las Vegas í L.A (Universal Studios) sem sýndir voru á stöð 2 um árabil.
Hinar ýmsu kvikmyndir, t.a.m - A christmas too many, A Little trip to Heaven, Börn, Foreldrar, Brim, konfektkassinn(stuttmynd) og fl.
Bergþóra hefur séð um förðun á leikurunum: Josh Duhamel, James Caan, Vanessa Marcil, Molly Sims, Marsha Thomason, Mickey Rooney, Gary Coleman, Andrew Keegan, Marisa Tomei, Julia Stiles, Matt Dillon, Jeremy Renner, Gerald Butler, Johanna Scanlan og fleiri.
Hefur séð um að hanna alla förðun fyrir EVE Online - fanfest frá upphafi og séð um förðun fyrir ótal tónleika og viðburði í áraraðir.
Förðun fyrir dómara The Voice Ísland.

Ásgeir Hjartarson

Hárgreiðslumeistari

Með 25 ára reynslu í faginu. Óteljandi verkefni tengd: Tísku, kennslu ,listviðburðum , dómarastörfum ,tónleikum, módelkeppnum, sjónvarpi ,útvarpi (FM 957 –„ Lookið“), Óperu og hefur verið fenginn sem álitsgjafi í óteljandi blöðum og tímaritum ásamt því að vera pistlahöfundur í þekktustu miðlum landsins í gegnum tíðina.
T.a.m. hár- Vogue (Japan) 8 síðna editorial, Hár og stílisti fyrir Ítölsku sjónvarpsstöðvarnar Canale 5, Mediaset og Rete 4 Milan Italia um 3 ára skeið ,M.T.V (France), Teen Vogue (US) – tískuþættir.
Orea Malia – hárgreiðslustofa, Milan.
Ásgeir Útskrifaðist sem European Licenced Educator frá London Tigi Academy árið 2007.
Listrænn stjórnandi/hönnuður - hárskúlptúra fyrir Töfraflautuna í uppsetningu Íslensku Óperunnar í Hörpu.
CCP – EVE ONLINE , Fanfest – yfir- hárhönnuður frá upphafi.
Óteljandi námskeið hér heima og erlendis.
Fjöldi einkasýninga.
Rokk & Rúllur – tískuþáttur á mbl.is , Þáttastjórnandi og hugmyndasmiður.
Mercedes Benz - New York Fashion week, London Fashion Week – tískublaðamaður – mbl.is/sjónvarp/blað.
Hár fyrir dómara - The Voice Ísland.
Hár fyrir leikarana: Matt Dillon, Gerald Butler , Julia Styles, Marisa Tomei , Johanna Scanlan, Mads Mikkelsen, Nikolaj Coster - Waldau og margt margt fleira sem er of lengi upptalið.

Hafsteinn Þór Guðjónsson / Haffi Haff

Förðunarfræðingur, fatahönnuður og stílisti.

Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff er menntaður fatahönnuður, förðunarfræðingur, stílisti og hefur getið sér gott orð sem tónlistarflytjandi.

Rakel Rós Guðnadóttir

Förðunarfræðingur og Airbrush artist.

Útskrifaðist frá Förðunarskóla Íslands árið 1999 með hæstu einkunn. Hefur farið á fjölda námskeiða hér heima og erlendis og útskrifaðist úr Airbrush námi hjá Hairbrush Airbrush Academy 2014.
Rakel hefur unnið við förðun meira og minna frá 1999 og tekið að sér fjölda verkefna og fyrir hin ýmsu tímarit ,Eve online fanfest - CCP og ýmsa viðburði og stóra tónleika.
Rakel Rós er ný komin heim frá Svíþjóð þar sem hún fór á fjölda námskeiða og m.a að læra hina frábæru - LASHIA tækni í augnháralengingum og augnhárapermanenti. Rakel hefur sérstakan áhuga á augabrúnum og hefur sérhæft sig í þeim.

Filipía Elísdóttir

Hönnuður / Stílisti

Filipía Elísdóttir hefur komið að á annað hundrað sýningum í leikhúsinu sem búninga og sviðsmynda - hönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga og
sviðsmyndahönnuður hefur hún starfað fyrir leikhús, óperur og kvikmyndir, jafnt á íslandi sem erlendis, og hlotið ýmiskonar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín.
Ferilskrá hennar spannar margar síður en hér gefur að líta á nokkur verkefni sem snillingurinn Filipía hefur komið að:

Stílisti/búningar fyrir fjöldann allann af verkefnum, bæði í tímaritum og sjónvarpi.
Leikhús - Búningar: Draumur á Jónsmessunótt, Hamlet, Sjálfstætt Fólk, Englar Alheimsins,
Sorgin klæðir Elektru, Ofviðrið , Faust, Fólkið í blokkinni, Wozyeck ofl ofl..
Bíómyndir: Ungfrúin góða og Húsið, Dagurinn í Gær.

Filipía hefur unnið mikið erlendis hjá heimsfrægum og virtustu leikhúsum heims, t.a.m :

Hamlet í Odense Teater í Danmörku,
Leðurblökuna og La Boheme í óperuhúsinu í Augsburg, Grimm og
Pétur Gaut hjá Luzerner Theater í Sviss.

Sviðsmynd og búningar fyrir Open Source dansleikhúsið í Galway á Írlandi og Ghent í Belgíu
og margt fleira.

Filipía hefur unnið til margra verðskuldugra verðlauna en þau eru
til dæmis:

Grímuna-Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck,
Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar tuttugu sinnum, en verðlaunin voru
fyrst veitt árið 2003. Hún hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir búninga sína.

Hún hlaut Stefaníustjakann, viðurkenningu úr sjóði Stefaníu Guðmundsdóttur, árið 2010.

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir

Hár og gervi

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir
Hár og Gervahönnuður ,SPFX Artist,Hárgreiðslumeistari
Verið í bransanum síðan 2004.
Skóli :
Iðnskólinn RVK
James Watt College Scotland
Toni & Guy Academy London
Hef unnið við margskonar verkefni sem bæði hönnuður og artist ,þ.á.m í
Óperan ,Dagur í lífi Sveppa
Borgarleikhúsinu ,Faust,Gauragangur
Íslenskar Sjónvarpsþáttaraðir , Vaktirnar ,Stelpurnar ,Pressan ,Heimsendir , Ófærð , Fangar.
Erlendar Sjónvarpsþáttaraðir ,Örnen Forbrydelsen ,Lykke ,Game of Thrones
Íslenskar bíómyndir Brúðguminn, Reykjavik Rotterdam , Reykjavik Whale watching massacre
,Bjarnfreðarson ,Fúsi ,Eiðurinn .
Erlendar bíómyndir Flags of our Fathers ,Noah , Secret life of Walter Mitty ,5th estate ,The
Wave ,Prometheus,Dead Snow II .
4 tilnefningar til Eddduverðlauna .
Aðaláherslur eru : Fagmennska ,áreiðanleiki,tryggð og sköpunargleði .

Firmaskráning

Mask ehf.
Hæðarsmári 4
201 Kópavogur
Sími: 551-7770
kt. 521015-0710
vsk. 123630