fbpx

skólinn

Mask Makeup & Airbrush Acedmy býður uppá persónulega og metnaðarfulla kennslu í almennri förðun sem og ítarlega kennslu í Airbrush förðun. Einnig bjóðum við uppá allskyns lengri og styttri námskeið bæði fyrir förðunarfræðinga og ófaglærða.

Við leggjum mikla áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu á sínum sviðum, hafa lokið förðunarnámi hérlendis/erlendis og setið allskonar framhaldsnám tengdu förðun.

BERGÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR

Skólastjóri / Kennari

Bergþóra Þórsdóttir  – Listförðunarfræðingur & Hárgreiðslumeistari og annar eigandi Mask Academy.

25 ára reynsla í Faginu. 

Ótal verkefni tengd hárgreiðslu og förðun.

Bergþóra er aðalkennari Mask Academy og er útskrifuð einnig sem HD Airbrush Artist/educator frá Dinair L.A.

Bergþóra hefur unnið við allar hliðar fagsins hér heima og erlendis og hefur m.a. unnið við : Leikhús, tísku, útvarp, sjónvarp, bíómyndir, stuttmyndir, kennslu, tónleika, óperu o.fl.

ÁSGEIR HJARTARSON

Listrænn stjórnandi / kennari

Ásgeir Hjartarson Hárgreiðslumeistari annar eigandi Mask Academy.

25 ára reynsla í faginu.

Óteljandi verkefni hérlendis sem erlendis tengd Tísku, kennslu, sjónvarpi, útvarpi, leikhúsi, tónleikum, tímaritum, dómarastörfum, listasýningum, þáttagerð o.fl. o.fl.

Ásgeir hefur meðal annars unnið fyrir Japanska Vogue, MTV, Teen Vogue, Nike, Fashion Television (FR), The Voice (ISL) ofl.

 

 

ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR

Makeup og airbrush artist

Útskrifaðist af myndlistarbraut FG 2017 með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist. Lærði förðun og airbrush í  Mask Makeup and Airbrush Academy, útskrifaðist með hæstu einkunn og bestu vinnumöppu.

kláraði námskeið í Creative Makeup for Stage and Screen í Bournemouth Art University UK 2018

ÁSLAUG DRÖFN SIGURÐARDÓTTIR

HÁR OG GERVI

Hár og Gervahönnuður , SPFX Artist, Hárgreiðslumeistari
Verið í bransanum síðan 2004. Óteljandi vinna við kvikmyndir og þætti, hérlendis sem erlendis. Tvöfaldur Edduverðlaunahafi fyrir gervi, nú síðast fyrir Ófærð 2.

rAKEL UNNUR THORLACIOUS

FREELANCE STYLIST

Eigandi Wasteland Reykjavík. Útskrifaðist úr London Collage of Fashion með diplómu árið 2016 úr Fashion-Styling and Production.

Rakel hefur unnið af ótal stílista verkefnum þar á meðal: Ísey, Hummel, Vice, Soulland, Ásgeir Trausta, Minimum, Schön Magazine og Japanska Vogue.

 

Make up artist – gestakennari. 

Sunna Björk lærði meðal annars í Make Up For Ever Academy París, með áherslu á tísku og beauty förðun. Hún hefur komið að allskonar fjölbreyttum verkefnum bæði hér heima og erlendis. Meðal verkefna/kúnna eru: Vogue online, Gucci, I-D, Björk, Numero Tokyo, Kalda, Erdem, 66 norður ofl.

SUNNA BJÖRK ERLINGSDÓTTIR